Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Nýtt unglingaráð skipað.

í byrjun september s.l. boðaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi foreldra barna, sem æfa knattspyrnu hjá Víði, á fund þar sem ekki tókst koma á unglingaráði á aðalfundi í febrúar s.l. og unglingaráð Reynis séð um starf yngriflokka hjá Víði í sumar sem er frekar slök frammistaða foreldra hér í Garði.
Slíkt gengur ekki til lengdar og farið sjá á starfi yngriflokka, vegna vöntunar á fólki til sinna þeim störfum.

Í upphafi september hafa ekki verið ráðnir þjálfarar fyrir yngriflokka og farið að liggja verulega á því, en Kolbeinn Skagfjörð, sem þjálfað hefur síðustu árin, sagði starfi sínu lausu í sumar og hyggst gerast kennari í fullu starfi við Gerðaskóla.

Fundurinn fór fram í Víðishúsinu, miðvikudaginn 10. september og var mæting á fundinn góð og foreldrar sammála um að svona mætti þetta ekki vera lengur. Skipað var í sex manna unglingaráð sem hyggst fara á fullt í þau mál sem klára þarf.

Nýtt ráð er skipað þeim:
Hannes Tryggvason, formaður.
Sveinn Örvar Steinarsson, varaformaður.
Fanney Guðrún Magnúsdóttir, gjaldkeri.
Sóley Björg Gunnarsdóttir, ritari.
Brynja Lind Vilhjálmsdóttir, meðstjórnandi.
Birgir Þór Guðmundsson, meðstjórnandi.

Stjórn Víðis fagnar því að fá þetta góða  og áræðanlegu aðila til starfa fyrir félagið.

Áfram Víðir !