Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Skrifað undir samning við Sveitarfélagið.

Þann 30. desember 2014 undirrituðu Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Jón Ragnar Ástþórsson formaður Knattspyrnufélagsins Víðis samstarfssamning sveitarfélagsins og Víðis.

Samningurinn tekur yfir:

  • Verkefni sem Víðir tekur sér fyrir Garð og sérstakar greiðslur fyrir þau verkefni.
  • Aðstöðu sem Sveitarfélagið Garður veitir Víði aðgang .
  • Beina fjárstyrki sem Sveitarfélagið Garður leggur til starfsemi Víðis.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2018.

Í samningnum er fjallað um skuldbindingar sem Víðir undirgengst, m.a. varðandi forvarnir, jafnrétti, menntun þjálfara og kynningarstarf.

Verkefni sem Víðir tekur sér fyrir Sveitarfélagið Garð og fær sérstakar greiðslur fyrir eru undirbúningur og framkvæmd Sólseturshátíðar og umsjón og umhirða knattspyrnuvallarsvæða.

Samkvæmt samningnum fær Víðir afnot af samkomuhúsi vegna tiltekinna viðburða, ásamt afnotum af íþróttamiðstöð til æfinga og mótaJafnframt fær Víðir afnot af íþróttamiðstöð í janúarmánuði til halda árlegt þorrablót með Björgunarsveitinni Ægi.

Sveitarfélagið Garður lýsir ánægju með farsælt samstarf sveitarfélagsins og Víðis undanfarin ár og þakkar framlag félagsins til æskulýðs-og félagsstarfsemi í GarðiSveitarfélagið væntir þess nýr samstarfssamningur efli starfsemi Víðis í þágu íbúa Garðs, ekki síst barna og ungmenna.

Bæjarstjóri.