Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir frá aðalfundi gærdagsins.

Aðalfundur Víðis fór fram í gærkvöldi, 23. febrúar, en aðeins 18 gestir mættu á fundinn.

Helstu fréttir af fundinum er rekstur félagsins gengur vel og engar áhvílandi skuldir eru á félaginu, en
stjórn félagsins tókst skila rekstrarárinu 2014 með hagnaði sem er glæsilegt og ekki mörg íþróttafélögin sem geta státað af slíkri fjárhagsstöðu.

Slík fjárhagsstaða næst ekki með öðru en mikilli vinnu og eru Víðismenn einkar duglegir við afla fjár og sjá miklu leiti um stóran hluta skemmtanalífs í Garðinum, en stjórn og unglingaráð Víðis halda sín árlegu karla- og konukvöld, þorrablót í samstarfi við björgunarsveitina Ægi, sjá um skipulag og umsjón með Sólseturshátíð og umhirðu íþróttavallar Garðs fyrir bæjarfélagið, halda skötudag Víðis í desember sem tókst sérstaklega vel þetta skiptið og var betur sótt en mörg síðustu ár.

Á síðasta ári hóf hópur manna keppa í utandeildinni í körfuknattleik undir merkjum Víðis.
Á næstsíðasta degi síðasta árs var skrifað undir samstarfssamning við bæjarfélagið.
 

Breyting varð á stjórninni sjálfri þar sem allir þrír meðstjórnendur hættu í stjórn sem og varamenn. Karen Ásta Friðjónsdóttir bauð sig fram og kom inn í stjórnina sem meðstjórnandi.

Stjórnin er því þannig skipuð:

Jón Ragnar Ástþórsson                     - kosinn formaður
Gísli Heiðarsson                                 - kosinn varaformaður
Guðlaug Sigurðardóttir                       - kosinn gjaldkeri
Eva Rut Vilhjálmsdóttir                       - kosinn ritari
Karen Ásta Friðjónsdóttir                    - kosinn meðstjórnandi
Vantar                                                  - meðstjórnandi
Vantar                                                  - meðstjórnandi

Þ.Grétar Einarsson                            - kosinn varamaður.
Vantar.                                                - varamaður.
 

Unglingaráð félagsins er skipað sex einstaklingum, en sitjandi unglingaráð var skipað á neyðarfundi 10. september í haust í Víðishúsinu, þar sem lítið gekk mynda ráð eftir aðalfundinn 2014.

Ráðið skipuðu:

Hannes Tryggvason                          - formaður
Sveinn Örvar Steinarsson.               - varaformaður
Fanney Magnúsdóttir.                       - gjaldkeri.
Sóley Björg Gunnarsdóttir                - ritari.
Brynja Lind Vilhjálmsdóttir.               - meðstjórnandi
Birgir Þór Guðmundsson.                - meðstjórnandi

 

Á aðalfundinum í gær urðu þær breytingar formennirnir báðir sögðu af sér titlum sínum en sitja áfram í ráðinu. Brynja Lind hætti alveg og inn komu Brynjar Magnússon og Eysteinn Már Guðvarðarson og eru því sjö í ráði næsta starfsárs.


Nýtt ráð er því skipað:

Hannes Tryggvason   
Sveinn Örvar Steinarsson
Fanney Magnúsdóttir.                       - gjaldkeri.
Sóley Björg Gunnarsdóttir                - ritari.
Brynjar Magnússon.                         - meðstjórnandi.
Birgir Þór Guðmundsson.                - meðstjórnandi.
Eysteinn Már Guðvarðarson.           - meðstjórnandi.
 

Ráðið mun setjast yfir það, með stjórn félagsins, skipa í embætti, á fyrsta fundi ráðsins.

Engar breytingar voru gerðar á lögum félagsins á fundinum og lögin, sem samþykkt voru á aðalfundinum 2012, enn í fullu gildi.

Áfram Víðir !