Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Síðbúnar fréttir af aðalfundi.

Aðalfundur Víðis fór fram mánudaginn 22. febrúar, en um þrjátíu gestir voru mættir í upphafi fundar.

Rekstur félagsins gengur vel og hefur stjórninni með dugnaði sínum náð skila reksti félagsins réttu megin við núllið í ein fjögur ár, sem er vel. Ekki mörg íþróttafélög í Íslandi sem eru í þeirri stöðu skulda ekkert og með góða eignastöðu.
 

Breyting á stjórnarskipan varð þannig út gengu Karen Ásta Friðjónsdóttir og Jón Ragnar Ástþórsson og í þeirra stað komu inn Atli Rúnar Hólbergsson, Halldór Gísli Ólafsson, Jón Oddur Sigurðsson og Sólmundur Ingi Einvarðsson.

Þau merku tíðindi gerðust Guðlaug Helga Sigurðardóttir var kosin formaður Víðis og er hún fyrsta konan sem stýrir félaginu í 80 ára sögu þess, en félagið verður 80 ára miðvikudaginn 11. maí í vor.

Stjórnin er því þannig skipuð:
Guðlaug Helga Sigurðardóttir             - formaður
Gísli Heiðarsson                                 - varaformaður
Eva Rut Vilhjálmsdóttir                       - gjaldkeri
Jón Oddur Sigurðsson                       - ritari
Atli Rúnar Hólmbergsson                   - meðstjórnandi
Halldór Gísli Ólafsson                        - meðstjórnandi
Sólmundur Ingi Einvarðsson              - meðstjórnandi
Þ.Grétar Einarsson                            - kosinn varamaður.
Vantar.                                                - varamaður.

Nokkur breyting varð á unglingaráði en erfiðlega gengur á fólk í starfa fyrir börnin og fóru úr ráðinu Birgir Guðmundsson, Fanney G. Magnúsdóttir, Hannes Tryggvason og Sóley Gunnarsdóttir. Ekki hefur tekist manna þær stöður og ráðið því aðeins skipað tveimur einstaklingum eftir fundinn.

Nýtt ráð er því skipað:
Eysteinn Már Guðvarðarson.           - formaður
Brynjar Magnússon                          - varaformaður
                                                         - gjaldkeri.
                                                         - ritari.
                                                         - meðstjórnandi.
                                                         - meðstjórnandi.
                                                         - meðstjórnandi.

Á fundinum voru breytingar gerðar á tveimur greinum í lögum félagsins 11 og 13 en þær varða fjárhagsár félagsins, en vilji stjórnar er að færa aðalfund og fjárhagsár félagsins fram í október eða flótlega eftir að keppnistímabili lýkur og undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil hefst.
Fundurinn samþykkti breytingarnar með þeim fyrirvara að þær hljóti samþykki KSÍ og ÍSÍ.

Áfram Víðir !