Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Framarar unnu fyrstu lotuna!

Leika í aðalbúningi sínum en Víðismenn í hvítum treyjum.
Það verða Framarar sem leika í bláum treygjum í bikarúrslitarleiknum á sunnudaginn. Aðalbúningur beggja liða er blár, því var dregið um hvort liðið héldi honum og nafn Fram kom upp á undan.

Á blaðamannafundi sem úrslitaliðin héldu í sameiningu í gær kom fram að meðaltalúrslit í úrslitaleikjum bikarkeppninnar frá upphafi er 2,39 mörk gegn 0,81 marki! Ekki er gott að segja hvernig leikurinn a sunnudaginn fer en báðir fyrirliðarnir stefndu auðvitað á að vinna. „þetta verður mikill baráttuleikur. Taugaveiklunin verður mikil í byrjun og það verður mikið atriði fyrir bæði lið að ná tökum á miðjunni til að komast inn i „sinn leik"," sagði Petur Ormslev, fyrirliði Fram. Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, tok í sama streng

„Þetta verður mikil barátta um miðjuna á fyrstu mínútum. Ég hef trú a að leikurinn verði fjörugur og skemmtilegur.
Það verður ekkert gefið eftir því bæði lið ætla að vinna. Það er á hreinu," sagði hann. Áður en Geir Þorsteinsson, formaður mótanefndar, dró um það hvort liðið léki í aðalbúningi sínum, hafði Pétur Ormslev orð á því að mörgum Framaranum þætti vænna um að spila í bláu.

ViðhengiStærð
framarar_unnu_fyrstu_lotuna.pdf459.06 KB