Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Björn Bergmann skrifar undir samning

Fjórir leikmenn Víðis framlengdu í vikunni samninga sína við félagið. Þetta eru þeir Björn Bergmann Vilhjálmsson,

 

 Pawel Grudzinski, Eyþór Guðjónsson og Patrekur Örn Friðriksson. Þetta er mikill styrkur fyrir liðið enda eru þetta öflugir leikmenn sem hafa ákveðið að dvelja áfram í okkar herbúðum. Ánægjulegt er að sjá hinn unga 32 ára Björn Bergmann aftur eftir árs frí frá fótbolta.. Bjössi eins og við þekkjum hann hefur spilað 182 leiki fyrir Víðir og skorað í þeim 66 mörk. Mikil reynsla og verður ánægjulegt að sjá hann á vellinum á komandi misserum