Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi Víðis.

 

Aðalfundur Víðis fór fram mánudaginn 11.mars í Víðishúsinu.

 

 Mættir voru ríflega 20 manns. Dagskrá fundarinns var með hefðbundnum hætti. Formaður Víðis, Sólmundur Einvarðsson fór yfir starfsemi og framkvæmdir félagsins árið 2018 og þær framkvæmdir sem félagið stendur í núna. 
Lilja Dögg Friðriksdóttir gjaldkeri Unglingaráðs Víðis fór yfir starfsemi yngri flokkana. 
Var þeim þakkað fyrir greina góða skýrslu.

Eva Rut Vilhjálmsdóttir gjaldkeri Knattspyrnufélagsins fór yfir Ársreikninginn. 
Var henni þakkað fyrir góða skýrslu og gott starf.

Lagabreytingar voru samþykktar og er beðið eftir samþykkt frá ÍSÍ vegna þeirra breytinga sem gerðar voru.

Stjórnarkjör: Formaður - Sólmundur Einvarðsson
Vara formaður - Einar Daníelsson
Gjaldkeri - Eva Rut Vilhjálmsdóttir
Ritari - Atli Rúnar Hólmbergsson
Meðstjórnendur: Gunnlaug Guðmundsdóttir, Halldór Gísli Ólafsson og Eyþór Guðjónsson.
Varamenn í stjórn: Sóley Gunnarsdóttir og Svanur Kristjánsson.

Sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt starf til fráfarandi stjórnarmanna : Jón Oddur Sigurðsson, Gísli Heiðarsson, Ólafur Hlíðarsson, Arnari Halldórsson og Guðlaugu Sigurðardóttur.

Skoðunarmenn reikninga: Jón Ragnar Ástþórsson og Vignir Rúnarsson.

Stjórn minningarsjóðs Ingimundar Guðmundssonar: Tómas Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Jens Knútsson.

Unglingaráðskosning. 
Þórunn Katla Tómasdóttir og Lilja Dögg Friðriksdóttir hafa ákveðið að bjóða sig fram sem meðstjórnendur vegna mikilla anna á öðrum sviðum.
Aðalstjórn Víðis , Þórunn og Lilja munu vinna saman í að finna einstaklinga til að taka við formennsku og gjaldkera unglingaráðsins.

Önnur mál: 
Aðalstjórn Víðis fékk umboð til að selja íbúð sína á Gerðavegi 16a ef stjórn Víðis finnur hentugara húsnæði. Skilyrði að hagnaður sölunnar fari í fjarfestingu ekki í beinan rekstur.

Fundi slitið 20:55

Þökkum öllum þeim sem komu á Aðalfundinn einnig sérstakar þakkir til þeirra sem komu að framkvæmdum á liðnu ári.