Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Reynir, Víðir og Þróttur Vogum sameinað lið í 2.deildinni

1.apríl grín :) :)

 

Reynir Sandgerði, Víðir Garði og Þróttur Vogum munu tefla fram sameiginlegu liði í 2. deild karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili.

Reynir Sandgerði, Víðir Garði og Þróttur Vogum hafa ákveðið að félögin muni senda sameiginlegt lið til keppni í 2. deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Yfirlýsingu frá félögum:

„Þetta er niðurstaða eftir um tveggja mánaða viðræður á milli félaganna. Stjórnir allra félaga eru sannfærðar um að þetta sé rökrétt skref, þarna sé verið að tryggja að hægt sé að efla alla umgjörð í kringum knattspyrnuna og markmiðið verður að búa til lið í efstu deild á fáeinum árum og verðandi stórveldi hérlendis"

Á myndinni forráðamenn félagana eftir undirskrift::

Sólmundur Einvarðsson frá Víði, Marteinn Ægisson frá Þrótti og Sigursveinn Jónsson Reyni Sandgerði.