Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi Víðis

Fréttir af aðalfundi Víðis.
 
15 manns mættu og var fundurinn löggildur.
 
Formaður gaf skýrslu um starfssemi og framkvæmdir á liðnu ári hjá aðalstjórn Víðis, Framkvæmdastjóri fór yfir starf unglingaráðsins fyrir hönd þeirra og einnig fór hann yfir árið hjá Körfuknattleiksdeild Víðis.
 
Eva Rut gjaldkeri fór yfir ársreikninginn sem var samþykktur af öllum sem voru á fundinum. Staða félagsins góð.
 
Lagabreytingar voru engar en lagabreytingar síðan 2019 í gildi.
 
Stjórnarkjör:
- kosinn formaður, Sólmundur Ingi Einvarðsson
- kosinn varaformaður, Einar Daníelsson
- kosinn gjaldkeri, Eva Rut Vilhjálmsdóttir
- kosinn ritari, Halldór Gísli Ólafsson
- kosinn meðstjórnendur, Sóley Björg Gunnarsdóttir, Sigríður Þórhalla Þorleifsdóttir
 
Fleiri gáfu ekki kost á sér og ef það er einhver úti sem vill koma í stjórn má hafa samband við einhvern af ofantöldum eða framkvæmdastjóra.
 
Endurskoðendur félagsins voru endurkjörnir, Jón Ragnar Ástþórsson og Vignir Rúnarsson.
 
Kosið var í stjórn minningarsjóðs Ingimundar Guðmundssonar: Guðmundur Jens Knútsson, Tómar Þorsteinsson og Sigurður Guðmundsson.
Eva Rut Vilhjálmsdóttir og Jón Ragnar Ástþórsson verða sérlegir aðstoðarmenn stjórnarinnar.
 
Enginn gaf sig fram í stjórn unglingaráðs Víðis og mun Aðalstjórn félagsins fara í það að fá fólk til að starfa fyrir unglingaráð.
Stjórn Víðis biðlar til foreldra að taka á skarið og koma í stjórn :).
 
Önnur mál.
Samþykkt var á aðalfundi að halda auka aðalfund í Október til að eingöngu sé kosið í stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins færi svo aftur fram í febrúar á næsta ári með venjulegu sniði.
 
Fundi slitið.
 
Áfram Víðir.